Monday, May 16, 2011

Við viljum betra veður strax!

Í fjölda mörg ár hafa Íslendingar þurft að þola snjóbyli, ískaldan norðan vind, nístings kulda og myrkur fram eftir öllum degi. Eftir að hafa beðið inni í níu mánuði kemur svo loksins blessaða sumarið sem í minningunni var alltaf svo hlýtt og bjart. Fljótt kemur þó í ljós að okkar eigið minni getur leikið á okkur og þetta fallega sumar sem við minnumst þegar við hugsum um barnæsku okkar, var ekki alltaf sól og blíða og 25 gráður. Í raun er sumarið hér á Íslandi mun kaldara og er meðalhitinn aðeins um 15 gráður í júlí mánuð þar sem kaldur vindur og rigning ráða mestu um hitafar. Á meðan flestir íbúar jarðar geta baðað sig í sólinni á sundfötum flest alla daga sumartímans, sitjum við íslendingar inni skjálfandi í kraftgöllunum okkar og hoppum síðan nakin út um leið og fyrsti sólargeislin skín niður á milli skýjana í þeim tilgangi að fá aðeins D-vítamín í kroppinn. Það er staðreynd að við Íslendingar hugsum ákaflega mikið um veðrið og erum í raun mjög háð því varðandi samgöngur og önnur mál. Við erum ávalt með veðurspána á hreinu enda er hún mikið rædd á samkomum manna og ávalt þægilegt umræðu efni til að forðast vandræðalegar þagnir.
Ég hef lengi hugsa um afhverju við Íslendingar getum sætt okkur við svona lífskilyrði, sitjandi inni og þróast smátt og smátt í albínóa fyrir utan þá einstaklinga sem stunda ljósabekkjarnotkun. Ef það væri ekki fyrir okkkar blessaða Golfstraums værum við frosin úr kulda. Mannkyninu hefur þó tekist að lenda á tunglinu, lækna krabbamein, klifið hæstu fjöll jarðar og fundið upp George Forman grillið. Veður er ekkert nema breytingar í lofthjúp jarðar, hiti stýrist af heitu og köldu lofti sem rís og sekkur, hæðir og lægðir myndast vegna samspils þrýstikrafts og svigkrafts, afhverju ættum við ekki að geta breytt veðrinu?
Fyrir um 1140 árum silgdu forfeður okkar hingað til landsins með aleigu sína meðferðis og settust að hér á þennan klaka sem Ísland er í raun, borðuðu ekkert nema súra hrútspunga og slátur allan veturinn. Við gengum í gegnum móðurharðindin, efnahagskreppur og börðumst fyrir sjálfstæði okkar frá Dönum. Ég trúi því að við eigum ekkert nema það besta skilið.
Ég segi að við sameinumst öll og myndum samstöðu, látum ekki bjóða okkur þetta lengur. Við kerfjumst betra veðurs, betra samfélag og betra líf!  

Hvaða áhrif hefur gott veður á landbúnað og ferðaþjónustu á Íslandi!


Íslendingar hafa frá á landnámi, byggt afkomu sína á landbúnaði. Því stærra býli sem fólk átti því meira vald hafði það. Nánast allt snérist um landbúnað og Ísland væri ekki þar sem það er statt í dag, hefðum við ekki byggt landið upp á þessum grunni.
En hvar er hann nú! Aðeins örlítill hluti af þjóðinni stundar landbúnað. Hann þekkist varla lengur! Þetta er greinilega ekki eftirsótt enda mikið erfiðari vinna en að sitja inni, á rassinum allann liðlangan daginn og stimpla tölur inn í tölvu, eins og flestir þekkja! Betra veður myndi hins vegar gera landbúnað auðveldari. Uppsprettan yrði mikið betri og dýrin því afurðabetri. Sem sagt betra kjöt og því fleiri kaupendur. Fólk myndi sækjast meira eftir þessu starfi enda skemmtilegt og fjölbreytt!
Ferðaþjónusta á Íslandi er þvert á móti við landbúnað frekar nýtt atvinnutækifæri og fer henni aukið með hverju árinu. Ferðamenn koma til þessa óspillta land til þess að sjá einhverjar af óteljandi náttúruperlum landsins. Það er nærr um því ekki hægt að þverfóta fyrir þeim. Við getum þó verið þeim flestum þakklát þar sem þeir auka atvinnu á landinu um munað yfir sumartímann. En afhverju eingöngu yfir sumartímann? Kuldi er eitt af því sem hræðir þá mest, og að frjósa í hel á ÍSLANDI. Það má því sjá ferðamenn uppdúðaða í kuldaskóm í dúnúlpum með lopahúfur á meðan íslensk börn hlaupa berfætt um og gleðjast yfir hverjum einasta sólargeisla.
Ef veðrið væri á einhvernhátt betra myndu fleiri útlendingar koma til landsins og ferðamanna tíminn myndi lengjast til munaða.
Hver getur sagt nei við góðu veðri! 

Viðtöl

Við tókum viðtöl við þrjá menn sem við töldum að gætu mögulega haft áhrif á veðrið á einn eða annan hátt þá Odd Bjarna, Ingólf Þorsteinsson og Sigurð Þ. Ragnarsson.

Oddur Bjarni er að læra til prests og því ákváðum við að hringja í hann og athuga hvort að hann gæti mögulega haft samband við Guð fyrir okkur.
Aðspurður hvort að Guð stjórnaði veðrinu svaraði Oddur Bjarni að Guð, hefði skapað himinn, jörð og alheiminn svo að hann hlyti að stjórna þessu. Þegar við spurðum svo afhverju Guð hefði þá svona oft vont veður svaraði Oddur hlæjandi að ástæðan væri líklega persónulegt hatur eða velvild í okkar garð. Hann kom svo með mjög góðan punkt þar sem hann benti á að gott og vont veður væri mjög huglægt, sólskin alla daga og við myndum enda með eyðimörk.

Sigurður Þ. Ragnarsson jarð- og veðurfræðingur, betur þekktur sem Siggi stormur, svaraði einnig nokkrum spurningum frá okkur. Hann benti á að það geti tekið langan tíma til þess að ná betra veðri en einnig gæti það tekið tiltölulega stuttan tíma. Spurningin væri einfaldlega hvort við ætluðum að vera umhverfislega sinnuð eða ekki.
Ef að við ætluðum að vera sæmilega umhverfisvæn væri skynsamlegast að byrja á því að rækta upp skóga, þeir koma upp skjólgörðum sem tengjast gróðri. Það myndast svo hitapollar á milli trjánna og meiri líkur eru á auknu hitastigi á ákveðnu svæði. Hann bætti einnig við að meðalhiti í Reykjavík hefur hækkað vegna trjánna. Þegar við spurðum hann hvort að veðrið hefði ekki breyst mikið frá því að menn komu fyrst til landsins svaraði hann því að það hefði vissulega verið hlýrra hér á landi þá en ofnýting skóga leyddi svo til þess, ásamt mörgum öðrum þáttum,  að það kólnaði. Það eru auðvitað alltaf sveiflur í veðurfari af bæði náttúrlegum og mannlegum toga en þær náttúrulegu ráðum við ekki við. Eins og fram kemur væri besta leiðin til þess að reyna að hækka hitastigið klárlega að búa til skóga. Mun drastískari leið væri t.d að auka magn gróðurhúsaáhrifana þó svo að það sé ekki sniðug leið þó svo að hún virki ef til vill. Grasstegundir í loftinu drekka í sig hita og þeim mun meira hlýnar. Þessi leið tekur samt sem áður langan tíma.
            Aðrar leiðir sem gætu virkað væri t.d að mála byggingar og hús í sem dekkstum lit því að dökkir litlir draga í sig mikinn varma en hvítur litur endurkastar honum. Mengunarský sem liggja yfir borgum leiða líka til hlýnunar þó að það sé kannski ekkert mjög umhverfisvænt.
Að vera sem fjærst sjó að sumarlagi en sem næst honum að vetrarlagi og vera sem lægst niður við jörð og forðast fjöll. Til þess að það hlýni þurfum við að hafa háan loftþrýsting í suðlægum áttum því að þá fáum við hlýindi frá suðri og því neðar sem maður er þeim mun meiri loftþrýstingur er og því hlýrra.
Leiðirnir til þess að auka hitastigið eru því í raun tvær, þær sem taka langan tíma og þær sem taka tiltölulega stuttan tíma.

Við tókum svo að lokum stutt viðtal við Ingólf Þórarinsson eða Ingó í hljómsveitinni Ingó og Veðurguðirnir. Við spurðum hann hvort að félagar hans í hljómsveitinni gætu ef til vill haft einhver áhrif á veðrið en svo var ekki. Við spurðum einnig hvernig honum finndist veðrið og hvort að það hefði einhver áhrif á hann en hann svaraði því að honum finndist veðrið í raun ömurlegt, hann væri nýkominn frá Spáni og yrði bara dapur við það að koma heim í svona veður. Veðrið hefði vissulega mikil áhrif á hann, t.d hvernig skapi hann væri í og hvort hann væri latur eða ekki. Ef það væri bara rigning og kuldi þá nennti hann ekki neinu. Hann væri líka alveg til í að hafa sól og hita 9 mánuði ársins en ekki aðeins tvo mánuði. Að lokum spurðum við hann svo hvort hann færi í ljós. Hann sagðist nú ekki stunda ljós heldur færi nú bara svona einstaka sinnum ef að það væri búið að vera mjög kalt lengi. 

Veðrið og kostir þess


Kostirnir sem betra veður gefur okkur eru svo margir og ætlum við að skrifa aðeins um þá. Eins og við höfum verið að tala um hefur veðrið mikil áhrif á samfélagið okkar, fólk og skap þess. Við ræddum við tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson sem er betur þekktur sem Ingó Veðurguð og hann var sammála okkur um að veðrið hefur mikil áhrif á skap okkar. Hann sagði okkur frá því að þegar veðrið er ekki eins bjart og hlýtt þá er hann í verra skapi,skellir sér líka hugsanlega í heimsókn á sólbaðsstofur. Ef veðrið er bjart og hlýtt er glatt yfir fólki. Á sumrin verður maður útitekinn og sólbrúnn og fólk fer þá síður í ljósabekkina. Síðustu áramót var sett bann á notkun sólbaðsstofa fyrir 18 ára og yngri. Þetta hafði verið lengi í umræðu en var nú loks gert virkt. 

      Sortuæxsli hafa verið mikið í umræðunni upp á síðkastið og til dæmis hefur verið að ganga um netið myndband um fórnalömb sortuæxslis sem heitir Dear 16 year old me, eða Elsku 16 ára ég. Sortuæxsli er tegund húðkrabbameins og er mjög hættulegt og getur verið dauðavaldandi. Sortuæxsli er meðal annars mjög hættulegt þar sem það breiðist mjög hratt út um allan líkama. Þó svo að ljósabekkjanotkun sé stór þáttur í aukningu sortuæxsla þá er líka hættulegt að vera í sólbaði ef maður notar ekki sólarvörn og er ekki of lengi.

     Skammdegisþunglyndi er einnig mikið vandamál á Íslandi yfir vetrartíðina. Á sumrin og í góða veðrinu er sá vandi mestmegnis á brott. Skammdegisþunglyndi er tegund þunglyndis sem legst á fólk yfir vetrar tíðina þegar sólskinið varir styttra yfir daginn. D-vítamínsskorturinn er meðal þess sem veldur skammdegisþunglyndis. Margir halda það að maður fái d-vítamín úr ljósabekkjum en svo er ekki. Útfjólubláu geislarnir úr ljósabekkjunum er hættulegri heldur en frá sólinni, og þú færð ekki d-vítamínin úr ljósabekknum sem þú færð frá sólinni.Ljósabekkjanotkun er meiri á haustin og veturna heldur en á vorin og sumrin. Talið er að um 70% Íslendinga þjáist af einhverju skammdegisþunglyndi.