Oddur Bjarni er að læra til prests og því ákváðum við að hringja í hann og athuga hvort að hann gæti mögulega haft samband við Guð fyrir okkur.
Aðspurður hvort að Guð stjórnaði veðrinu svaraði Oddur Bjarni að Guð, hefði skapað himinn, jörð og alheiminn svo að hann hlyti að stjórna þessu. Þegar við spurðum svo afhverju Guð hefði þá svona oft vont veður svaraði Oddur hlæjandi að ástæðan væri líklega persónulegt hatur eða velvild í okkar garð. Hann kom svo með mjög góðan punkt þar sem hann benti á að gott og vont veður væri mjög huglægt, sólskin alla daga og við myndum enda með eyðimörk.
Sigurður Þ. Ragnarsson jarð- og veðurfræðingur, betur þekktur sem Siggi stormur, svaraði einnig nokkrum spurningum frá okkur. Hann benti á að það geti tekið langan tíma til þess að ná betra veðri en einnig gæti það tekið tiltölulega stuttan tíma. Spurningin væri einfaldlega hvort við ætluðum að vera umhverfislega sinnuð eða ekki.
Ef að við ætluðum að vera sæmilega umhverfisvæn væri skynsamlegast að byrja á því að rækta upp skóga, þeir koma upp skjólgörðum sem tengjast gróðri. Það myndast svo hitapollar á milli trjánna og meiri líkur eru á auknu hitastigi á ákveðnu svæði. Hann bætti einnig við að meðalhiti í Reykjavík hefur hækkað vegna trjánna. Þegar við spurðum hann hvort að veðrið hefði ekki breyst mikið frá því að menn komu fyrst til landsins svaraði hann því að það hefði vissulega verið hlýrra hér á landi þá en ofnýting skóga leyddi svo til þess, ásamt mörgum öðrum þáttum, að það kólnaði. Það eru auðvitað alltaf sveiflur í veðurfari af bæði náttúrlegum og mannlegum toga en þær náttúrulegu ráðum við ekki við. Eins og fram kemur væri besta leiðin til þess að reyna að hækka hitastigið klárlega að búa til skóga. Mun drastískari leið væri t.d að auka magn gróðurhúsaáhrifana þó svo að það sé ekki sniðug leið þó svo að hún virki ef til vill. Grasstegundir í loftinu drekka í sig hita og þeim mun meira hlýnar. Þessi leið tekur samt sem áður langan tíma.
Aðrar leiðir sem gætu virkað væri t.d að mála byggingar og hús í sem dekkstum lit því að dökkir litlir draga í sig mikinn varma en hvítur litur endurkastar honum. Mengunarský sem liggja yfir borgum leiða líka til hlýnunar þó að það sé kannski ekkert mjög umhverfisvænt.
Að vera sem fjærst sjó að sumarlagi en sem næst honum að vetrarlagi og vera sem lægst niður við jörð og forðast fjöll. Til þess að það hlýni þurfum við að hafa háan loftþrýsting í suðlægum áttum því að þá fáum við hlýindi frá suðri og því neðar sem maður er þeim mun meiri loftþrýstingur er og því hlýrra.
Leiðirnir til þess að auka hitastigið eru því í raun tvær, þær sem taka langan tíma og þær sem taka tiltölulega stuttan tíma.
Við tókum svo að lokum stutt viðtal við Ingólf Þórarinsson eða Ingó í hljómsveitinni Ingó og Veðurguðirnir. Við spurðum hann hvort að félagar hans í hljómsveitinni gætu ef til vill haft einhver áhrif á veðrið en svo var ekki. Við spurðum einnig hvernig honum finndist veðrið og hvort að það hefði einhver áhrif á hann en hann svaraði því að honum finndist veðrið í raun ömurlegt, hann væri nýkominn frá Spáni og yrði bara dapur við það að koma heim í svona veður. Veðrið hefði vissulega mikil áhrif á hann, t.d hvernig skapi hann væri í og hvort hann væri latur eða ekki. Ef það væri bara rigning og kuldi þá nennti hann ekki neinu. Hann væri líka alveg til í að hafa sól og hita 9 mánuði ársins en ekki aðeins tvo mánuði. Að lokum spurðum við hann svo hvort hann færi í ljós. Hann sagðist nú ekki stunda ljós heldur færi nú bara svona einstaka sinnum ef að það væri búið að vera mjög kalt lengi.
No comments:
Post a Comment