Monday, May 16, 2011

Hvaða áhrif hefur gott veður á landbúnað og ferðaþjónustu á Íslandi!


Íslendingar hafa frá á landnámi, byggt afkomu sína á landbúnaði. Því stærra býli sem fólk átti því meira vald hafði það. Nánast allt snérist um landbúnað og Ísland væri ekki þar sem það er statt í dag, hefðum við ekki byggt landið upp á þessum grunni.
En hvar er hann nú! Aðeins örlítill hluti af þjóðinni stundar landbúnað. Hann þekkist varla lengur! Þetta er greinilega ekki eftirsótt enda mikið erfiðari vinna en að sitja inni, á rassinum allann liðlangan daginn og stimpla tölur inn í tölvu, eins og flestir þekkja! Betra veður myndi hins vegar gera landbúnað auðveldari. Uppsprettan yrði mikið betri og dýrin því afurðabetri. Sem sagt betra kjöt og því fleiri kaupendur. Fólk myndi sækjast meira eftir þessu starfi enda skemmtilegt og fjölbreytt!
Ferðaþjónusta á Íslandi er þvert á móti við landbúnað frekar nýtt atvinnutækifæri og fer henni aukið með hverju árinu. Ferðamenn koma til þessa óspillta land til þess að sjá einhverjar af óteljandi náttúruperlum landsins. Það er nærr um því ekki hægt að þverfóta fyrir þeim. Við getum þó verið þeim flestum þakklát þar sem þeir auka atvinnu á landinu um munað yfir sumartímann. En afhverju eingöngu yfir sumartímann? Kuldi er eitt af því sem hræðir þá mest, og að frjósa í hel á ÍSLANDI. Það má því sjá ferðamenn uppdúðaða í kuldaskóm í dúnúlpum með lopahúfur á meðan íslensk börn hlaupa berfætt um og gleðjast yfir hverjum einasta sólargeisla.
Ef veðrið væri á einhvernhátt betra myndu fleiri útlendingar koma til landsins og ferðamanna tíminn myndi lengjast til munaða.
Hver getur sagt nei við góðu veðri! 

No comments:

Post a Comment