Kostirnir sem betra veður gefur okkur eru svo margir og ætlum við að skrifa aðeins um þá. Eins og við höfum verið að tala um hefur veðrið mikil áhrif á samfélagið okkar, fólk og skap þess. Við ræddum við tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson sem er betur þekktur sem Ingó Veðurguð og hann var sammála okkur um að veðrið hefur mikil áhrif á skap okkar. Hann sagði okkur frá því að þegar veðrið er ekki eins bjart og hlýtt þá er hann í verra skapi,skellir sér líka hugsanlega í heimsókn á sólbaðsstofur. Ef veðrið er bjart og hlýtt er glatt yfir fólki. Á sumrin verður maður útitekinn og sólbrúnn og fólk fer þá síður í ljósabekkina. Síðustu áramót var sett bann á notkun sólbaðsstofa fyrir 18 ára og yngri. Þetta hafði verið lengi í umræðu en var nú loks gert virkt.
Sortuæxsli hafa verið mikið í umræðunni upp á síðkastið og til dæmis hefur verið að ganga um netið myndband um fórnalömb sortuæxslis sem heitir Dear 16 year old me, eða Elsku 16 ára ég. Sortuæxsli er tegund húðkrabbameins og er mjög hættulegt og getur verið dauðavaldandi. Sortuæxsli er meðal annars mjög hættulegt þar sem það breiðist mjög hratt út um allan líkama. Þó svo að ljósabekkjanotkun sé stór þáttur í aukningu sortuæxsla þá er líka hættulegt að vera í sólbaði ef maður notar ekki sólarvörn og er ekki of lengi.
Skammdegisþunglyndi er einnig mikið vandamál á Íslandi yfir vetrartíðina. Á sumrin og í góða veðrinu er sá vandi mestmegnis á brott. Skammdegisþunglyndi er tegund þunglyndis sem legst á fólk yfir vetrar tíðina þegar sólskinið varir styttra yfir daginn. D-vítamínsskorturinn er meðal þess sem veldur skammdegisþunglyndis. Margir halda það að maður fái d-vítamín úr ljósabekkjum en svo er ekki. Útfjólubláu geislarnir úr ljósabekkjunum er hættulegri heldur en frá sólinni, og þú færð ekki d-vítamínin úr ljósabekknum sem þú færð frá sólinni.Ljósabekkjanotkun er meiri á haustin og veturna heldur en á vorin og sumrin. Talið er að um 70% Íslendinga þjáist af einhverju skammdegisþunglyndi.
No comments:
Post a Comment