Monday, May 16, 2011

Við viljum betra veður strax!

Í fjölda mörg ár hafa Íslendingar þurft að þola snjóbyli, ískaldan norðan vind, nístings kulda og myrkur fram eftir öllum degi. Eftir að hafa beðið inni í níu mánuði kemur svo loksins blessaða sumarið sem í minningunni var alltaf svo hlýtt og bjart. Fljótt kemur þó í ljós að okkar eigið minni getur leikið á okkur og þetta fallega sumar sem við minnumst þegar við hugsum um barnæsku okkar, var ekki alltaf sól og blíða og 25 gráður. Í raun er sumarið hér á Íslandi mun kaldara og er meðalhitinn aðeins um 15 gráður í júlí mánuð þar sem kaldur vindur og rigning ráða mestu um hitafar. Á meðan flestir íbúar jarðar geta baðað sig í sólinni á sundfötum flest alla daga sumartímans, sitjum við íslendingar inni skjálfandi í kraftgöllunum okkar og hoppum síðan nakin út um leið og fyrsti sólargeislin skín niður á milli skýjana í þeim tilgangi að fá aðeins D-vítamín í kroppinn. Það er staðreynd að við Íslendingar hugsum ákaflega mikið um veðrið og erum í raun mjög háð því varðandi samgöngur og önnur mál. Við erum ávalt með veðurspána á hreinu enda er hún mikið rædd á samkomum manna og ávalt þægilegt umræðu efni til að forðast vandræðalegar þagnir.
Ég hef lengi hugsa um afhverju við Íslendingar getum sætt okkur við svona lífskilyrði, sitjandi inni og þróast smátt og smátt í albínóa fyrir utan þá einstaklinga sem stunda ljósabekkjarnotkun. Ef það væri ekki fyrir okkkar blessaða Golfstraums værum við frosin úr kulda. Mannkyninu hefur þó tekist að lenda á tunglinu, lækna krabbamein, klifið hæstu fjöll jarðar og fundið upp George Forman grillið. Veður er ekkert nema breytingar í lofthjúp jarðar, hiti stýrist af heitu og köldu lofti sem rís og sekkur, hæðir og lægðir myndast vegna samspils þrýstikrafts og svigkrafts, afhverju ættum við ekki að geta breytt veðrinu?
Fyrir um 1140 árum silgdu forfeður okkar hingað til landsins með aleigu sína meðferðis og settust að hér á þennan klaka sem Ísland er í raun, borðuðu ekkert nema súra hrútspunga og slátur allan veturinn. Við gengum í gegnum móðurharðindin, efnahagskreppur og börðumst fyrir sjálfstæði okkar frá Dönum. Ég trúi því að við eigum ekkert nema það besta skilið.
Ég segi að við sameinumst öll og myndum samstöðu, látum ekki bjóða okkur þetta lengur. Við kerfjumst betra veðurs, betra samfélag og betra líf!  

No comments:

Post a Comment